Hvesta Bókhald & laun

Mánaðarleg bókun reikninga, afstemmingar á bankareikningum, lánardrottnum og viðskiptamönnum, rekstraruppgjör og skil á virðisaukaskatti.

Launavinnsla felur í sér útreikning launa, gerð launaseðla, bankaskilagreina og skilagreina til skattayfirvalda, lífeyrissjóða, stéttarfélaga og annarra.

Við færum bókhaldið í DK, auk þess að hafa almenna þekkingu á flestum bókhaldskerfum.

Hvesta Fjármál & ráðgjöf

Hvesta Fjármál & ráðgjöf veitir alhliða fjármálaþjónustu við uppgjör, áætlanagerð, greiðsluplan og skýrslugjöf sem styðja stjórnendur fyrirtækja við ákvarðanatöku. Við tökum að okkur að sinna þessum verkefnum ásamt því að bjóða yfirfærslu á þekkingu okkar til viðskiptavina.

Ráðgjöf okkar snýr að skipulagi, vinnuferlum og fjárhagskerfum.  Við gerum stöðumat og  komum með tillögur að breyttum og/eða nýjum vinnuferlum.

Hvesta Frelsi

Innan fyrirtækja er oft að finna einstaklinga sem búa yfir mikilli þekkingu á rekstrinum, ásamt vilja og kunnáttu til að sjá um fjármálin. Við viljum styðja þessa einstaklinga til að stíga upp í sitt rétta hlutverk.

Við hjá Hvestu búum yfir mikilli reynslu þegar kemur að bókhaldi, fjárstýringu og fjármálastjórn. Hvesta Frelsi felur í sér stöðumat og í framhaldi er búin til áætlun um yfirfærslu viðeigandi þekkingar til fyrirtækisins sem styður það í átt að sjálfbærum fjármálum.