Þjónusta

Hvesta Bókhald & laun

Okkar bókhaldsþjónusta byggir á mánaðarlegum færslum, afstemmingum og einfaldri rekstrarskýrslu. Með þessu fyrirkomulagi er virðisaukaskattur afstemmdur þegar kemur að skilum, sem við sjáum um fyrir okkar viðskiptavini.

Við sjáum um launavinnslu, sendum launaseðla, skilum inn staðgreiðslu og skilagreinum til lífeyrissjóða.  Við eru í góðu sambandi við okkar viðskiptavini sem skilar sér í tímanlegum og skilvirkum launavinnslum.

Við færum bókhaldið í DK, auk þess að hafa almenna þekkingu á flestum bókhaldskerfum.

Hvesta Fjármál & ráðgjöf

Hvesta Fjármál & ráðgjöf veitir alhliða fjármálaþjónustu með áherslu á uppgjör, áætlanagerð, greiðsluplan og skýrslugjöf sem styðja stjórnendur fyrirtækja við ákvarðanatöku. Við tökum að okkur að sinna þessum verkefnum ásamt því að bjóða yfirfærslu á þekkingu okkar til viðskiptavina.

Við höfum góða reynslu í gerð ársreikninga og tökum slík verkefni að okkur hvort sem bókhaldið sé fært hjá okkur eða á öðrum stað.

Ráðgjöf okkar snýr meðal annars að fjárhagskerfum þar sem framkvæmt er stöðumat á núverandi kerfi og ferlum. Teknar saman tillögur að breyttum og/eða nýjum vinnuferlum og fjárhagskerfi.

Hvesta Frelsi

Innan fyrirtækja er oft að finna einstaklinga sem búa yfir mikilli þekkingu á rekstrinum, ásamt vilja og kunnáttu til að sjá um fjármálin. Við viljum styðja þessa einstaklinga til að stíga upp í sitt rétta hlutverk.

Við hjá Hvestu búum yfir mikilli reynslu þegar kemur að bókhaldi, fjárstýringu og fjármálastjórn. Hvesta Frelsi felur í sér stöðumat og í framhaldi er búin til áætlun um yfirfærslu viðeigandi þekkingar til fyrirtækisins sem styður það í átt að sjálfbærum fjármálum.

Hvesta 360°

Við viljum stuðla að sjálfbærni í fjármálum með því að styðja við aðila í rekstri sem sjá um sín fjármál en vilja auka eigið öryggi og yfirsýn. Þetta gerum við með því að vera til taks þegar þarf að yfirfara og stemma af bókhaldið.  Við getum tekið að okkur þessi verkefni eða leiðbeint við úrlausn þeirra.


logo-hvesta

Hvesta býður upp á faglega bókhalds- og fjármálaþjónustu​