Hvesta býður upp á faglega bókhalds- og fjármálaþjónustu
Við hjá Hvestu elskum gott samstarf. Með góðu samstarfi veitum við viðskiptavinum okkar öryggi og innsýn í þeirra fjármál.


Við hjá Hvestu elskum gott samstarf. Með góðu samstarfi veitum við viðskiptavinum okkar öryggi og innsýn í þeirra fjármál.
Almenn bókhaldsþjónusta fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Færsla bókhalds og afstemmingar, launauppgjör, uppgjör virðisaukaskatts og önnur tengd þjónusta.
Alhliða fjármálaþjónusta og ráðgjöf sérsniðin að hverjum viðskiptavin.
Við veitum frelsi í fjármálum með því að þjálfa þína manneskju til að taka við færslu bókhalds, fjárstýringu eða fjármálastjórn félagsins.
Við veitum öryggi og yfirsýn fyrir þá sem sjá um fjármálin sjálfir en vilja stuðning fagaðila þegar þess þarf
Hvesta er samstarf okkar Guðrúnar Írisar Pálsdóttur og Sigríðar Þóru Valsdóttur en við kynntumst í gegnum störf okkar og myndum gott teymi sem hefur breiða faglega þekkingu á sviði fjármála. Okkar sýn er að byggja upp umhverfi sem styður og hvetur fólk til vaxtar með heiðarleika, virðingu og festu að leiðarljósi. Við elskum góða blöndu af traustum samstarfsaðilum og fjölbreyttum verkefnum.
Hvesta býður upp á faglega bókhalds- og fjármálaþjónustu